Fólk sem fær eldingu í hausinn er býsna óheppið.
Fólk sem er nauðgað af villtum ótemjum, óvart, er jafnvel meira óheppið.
En ekkert í öllum þessum heimi er eins óheppið og ég var í póker í gærkvöldi, spilandi á netinu. Hér eru forsendur óheppni minnar:
* Ef ég fékk góð spil á hendi og veðjaði þá komu vonlaus spil í borð...
* Ef ég fékk vonlaus spil á hendi og henti þeim komu frábær spil í borð...
* Ef ég fékk góð spil á hendi og henti þeim komu frábær spil í borð...
* Ef ég fékk vonlaus spil á hendi og veðjaði þá komu vonlaus spil í borð...
...í hvert einasta skipti. Ég hef aldrei upplifað aðra eins óheppni.
Reyndar er ein manneskja sem hefur upplifað meiri óheppni en ég og það var Soffía en hún varð vitni að þessu og mér.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.