fimmtudagur, 18. janúar 2007

Enn einn fimmtudaginn er ég sniðgenginn í að svara kvikmyndaspurningunum "Kvikmyndanjörðurinn" í Fréttablaðinu. Ég gríp því til örþrifaráða og svara þessu bara hér á síðunni minni, nema hér eru myndirnar með hlekkjum. Semsagt miklu betra hér:

Hvaða mynd sástu síðast í bíó?
Stranger than fiction í gærkvöldi.

Hvaða mynd sástu síðast á myndbandi?
2001: Space Odyssey fyrir 2 vikum.

Hvaða kvkmynd hefur haft mest áhrif á þig?
Fyrir mér eru kvikmyndir afþreying en ekki áhrifavaldar. Ef ég yrði að velja þá myndi ég velja The Producers. Aldrei hef ég orðið jafn reiður yfir því hvað mynd var ófyndin og ömurleg á allan hátt.
Einnig Seven en hún er meistaraverk.

Hefur þú grátið í bíó?
Ekki viljandi, nei.

Uppáhalds íslenska persónan:
Tóti í Íslenski Draumurinn.

Mesta kvikmyndastjarna allra tíma:
Johnny Depp.

Mesta hetja hvíta tjaldsins:
Leonard Shelby úr Memento og John Doe úr Seven.

Mesti skúrkurinn:
Versti (þeas mest vondur): Owen Davian úr Mission Impossible 3.
Versti (þeas misheppnaður en samt góður): Le Chiffre úr Casino Royale.

Hver er versta kvikmynd sem þú hefur séð?
Verð að velja The Producers endurgerðin. Versta og leiðinlegasta mynd sem ég hef um ævina séð. Ömurleg mynd að öllu leyti. Eina myndin sem ég hef gengið út af í bíói.

Ef þú fengir að velja þér kvikmynd til að leika í, hvernig væri söguþráðurinn, hver væri leikstjóri og hver myndi leika á móti þér?
Sennilega raunhæf vísindaskáldsaga um framtíðina. Hálfgerð heimildamynd um raunhæfa framvindu mála ef eitthvað myndi henda, eins og ef ofureldgos myndi fara af stað eða lofsteinn myndi rústa öllu. Eða bara ef geimverur myndu hafa samband (s.b. Contact). Leikstjórinn væri David Fincher. Mótleikarar væru allir í Nágrönnum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.