Bifreið mín til 11 mánaða hefur bilað í þriðja skiptið. Þá á ég ekki við smábilun því engin bilun í Peugeot bifreiðum er smábilun.
Fyrst datt pústið undan, viku eftir að ég keypti ruslið í febrúar 2006. Fjórum mánuðum síðar hrundi eitthvað í vélinni. Og í gær, 7 mánuðum síðar kom í ljós að olía hafði lekið inn á vatnið sem þýðir að einhver hedpakkning sé farin. Kostnaðurinn viðgerðarinnar mun hljóða upp á 1/8 úr milljón. Ég á kr. 900 inn á reikningi.
Ég hef ákveðið að selja bílinn eftir viðgerð. Mæli mjög með þessum bílum. Áhugasamir; fáið ykkur betri smekk á bílum og skammist ykkar.
Ég lít á björtu hliðarnar:
* Þarf ekki að burðast um með peningana mína lengur.
* Þeir sem ekki skulda eru aumingjar. Samkvæmt því er ég mesta hreystimenni alheimsins.
* Nú þarf ég ekki lengur að finna bílastæði hjá 365 en bílastæðamál hafa haldið fyrir mér vöku næturnar fyrir vinnu, slík eru þrengslin.
* Þetta gæti svosem verið verra. Mér hefur amk ekki verið nauðgað af villtri ótemju.
Gaman að segja frá því að fyrir rúmri viku var ég einmitt að furða mig á því að bíllinn hafði ekki bilað í rúmlega hálft ár.
Boðskapur dagsins: Peugeot er rusl og aldrei skrifa bloggfærslu pirraður.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.