mánudagur, 18. desember 2006

Í gærkvöldi var fjallað um Guðmund Jónsson, forstöðumann Byrgisins sem sér um að koma dópistum og öðrum vímuefnafíklum á rétta braut. Í þættinum var fjallað um BDSM fíkn Guðmundar, eða Gumma eins og hann er kallaður af hans nánustu, og hvernig hann, að sögn, hefur tælt fíklana til BDSM kynmaka við sig. Betra er að taka fram að Guðmundur segir guð lækna í gegnum sig. Ennfremur skal hafa í huga að Guðmundur er saklaus þar til sekt er sönnuð. Hér er frétt um málið.

Þetta eru skelfilegar fréttir fyrir Byrgið, ef þær eru sannar. Ekki bara vegna misnotkunar forstöðumanns á stöðu sinni eða að þessi guð, sem tugir manna hérlendis halda að sé til, hefur "valið" BDSM fíkil til að lækna fólk af vímuefnum, heldur líka vegna þess að nú munu allir kynlífsfíklar landsins byrja í dópi til að komast inn í Byrginu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.