föstudagur, 15. desember 2006

Það er ótrúlegt hvað sumir leggja á sig fyrir smá sprell. Eins og fólk hafi ekkert betra við sinn tíma en að sprella í mér. Nú hefur einhver gengið aðeins of langt.

Einhver vitleysingur er búinn að rugla dagsetningunni á símanum mínum, vinnutölvunni, heimatölvunni, sjónvarpsstöðvunum og jafnvel öllum rafrænum dagsetningarskiltum um allan bæ, bara fyrir smá hlátur. Viðkomandi hefur skráð á alla þessa staði að í dag sé 15. desember! Eins og tíminn hafi bara flogið áfram um mánuð eða svo á nokkrum dögum.

Þessi sprelligosi fær plús fyrir að leggja þetta allt á sig en stóran mínus fyrir lélegan húmor.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.