Arthúrstrípa númer 200 kom út í dag. Hvern hefði órað fyrir því að 200 stykki litu dagsins ljós fyrir ca. einu og hálfu ári síðan þegar Jónas spurði mig kæruleysislega hvort ég væri til í að semja með honum teiknimyndasögur.
Allavega, í dag hef ég lifað 10.360 daga. Samkvæmt Hagstofu Ísland er meðalævilengd karla 78,9 ár. Ég á því 18.458 daga eftir, ef ég dey 78,9 ára, eða fimmtíu og hálft ár.
Ef við Jónas höldum áfram að gefa út þrjár strípur á viku á ég eftir að gefa út 7.910 strípur þangað til ég dey. Jónas mun svo halda áfram að semja einn, þar sem hann verður ,gróflega áætlað, 35 ára þegar ég dey. 200 strípur eru því ekkert (ca 2,53% af heildinni)!
Ef meðalævilengd karla helst óbreytt mun ég deyja þann 21. júní 2057 í flugbílslysi.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.