Í Blaðinu í dag og eflaust á fleiri stöðum er auglýsing frá Task, sem er tölvuverslun. Í auglýsingunni er m.a. mynd af tveimur tækjum sem bera heitin Rapsody RSK-100 og Rapsody RSH-300.
Við mynd af þessum tækjum eru ýmsar upplýsingar eins og hvaða skráarform þessi tæki styðja, hvernig tengi eru á þessu, þyngd, stærð og fleira. Neðst í auglýsingunni er svo tekið fram hvað þessi tæki kosta (tugir þúsunda króna) og að þetta sé "ómissandi á hverju heimili".
Eftir að hafa lesið þessa auglýsingu aftur og aftur er ég engu nær um hvað þetta tæki gerir.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.