fimmtudagur, 7. desember 2006

Góð vísbending um að ég sé að vinna of mikið er þegar Soffía vaknar um hánótt við það að ég er það þilja talnarunur upp úr svefni. Þetta gerðist einmitt um daginn (eða nóttina).

Góð vísbending um að ég sé snældugeðveikur er þegar Soffía vaknar um hánótt við það að ég bendi upp í loftið og segi henni að passa sig án þess að muna eftir því. Þetta gerðist einmitt í nótt.

Soffía hefur ekki depplað augunum síðan.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.