Í gær fór ég á körfuboltaæfingu og datt á öxlina við baráttu um boltann.
Í morgun vaknaði ég með klemmda taug í sömu öxl svo ég get hana illa hreyft.
Í dag hef grenjað yfir sársaukanum sem þessu fylgir.
Í kvöld á ég að mæta á árshátíð SÍA, segir samstarfsfólk mitt.
Á morgun ætla ég að hlæja yfir því að hafa ekki mætt á árshátíðina.
Á sunnudaginn sker ég af mér hendina til að losna við klemmdu taugina.
Á mánudaginn verð ég svo skammaður fyrir að hafa ekki mætt á helvítis árshátíðina.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.