fimmtudagur, 2. nóvember 2006

Ég hef áður skrifað um að það vanti þúsundarpunkt í ártöl. Dæmi: Núna er árið 2006. Af hverju er það ekki skrifað 2.006? Glórulaust að mínu mati.

Nú er ég kominn með uppfærða hugmynd að ritun ártals. Gaman og þægilegt væri ef ártalið væri ritað með fjórum aukastöfum. Þannig gætu mánuðir og sérstakir dagar mánaðarins fallið niður. Þetta myndi spara gríðarlegan tíma sem fer í að rita nákvæma dagsetningu þegar hægt er að gera sig skiljanlegan um dagsetningu með fjórum aukastöfum. Dæmi:

Í dag er 2.006,8372. Þeas 83,72% er búið af árinu.

Í framhaldi af því að mánuðir yrðu felldir niður myndi nýjum reglum verið komið á. Nýju "mánaðarmótin" yrðu þegar fyrsti aukastafurinn breytist. Til dæmis væri útborgað árið 2.006,1000 (6. febrúar klukkan 12:00 samkvæmt núverandi kerfi). Árið 2.006,2000 (15. mars klukkan 00:00) væri svo næst útborgað, reikningum dreift og svo framvegis.

Þið kunnið að spyrja, "Af hverju, fyrir utan peninga- og tímasparnað við að rita bara fjóra aukastafi í stað heillar dagsetningar, að gera þetta?". Svarið er einfalt: Af hverju ekki? Tölur eru æði.

Ég mun fljótlega sýna fram á peningalegan sparnað þessarar breytingar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.