Ástæðan fyrir bloggleysi undanfarið er sú að það er allt að verða vitlaust hjá mér. Ekki nóg með að nýja vinnan sé handfylli heldur er ég að vinna í verkefni utan vinnu minnar (sem ég tilkynni fljótlega hvað er) sem krefst talsverðs tíma. Svo er ég enn með Arthúr sem tekur alltaf einhvern tíman. Ofan á þetta bætist svo við að ég vinn um helgar á austurlandi við að skrifa bréf fyrir skattinn.
Þarmeð er ekki öll sagan sögð því ég þarf víst að borða líka og það tekur sinn tíma. Til að geta gert þetta allt hef ég ákveðið að skera niður eftirfarandi aðgerðir:
* Þrif.
* Útlitssnyrting (t.d. rakstur, naglaklipp).
* Klósettferðir.
* Persónuleg samtöl.
* Blogg.
Ó...
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.