Litlar og vinalegar ábendingar til Flugfélags Íslands:
* Vinsamlegast kaupið sæti í flugvélar ykkar sem ekki eru hönnuð fyrir dverga svo venjulega vaxið fólk getur hvílt hausinn í stað þess sitja með hangandi haus.
* Það mætti vera hærra til lofts svo sauðir reki ekki hausinn alltaf í þegar þeir stíga í flugvélina.
* Það væri ekki vitlaust að fylgjast með hvort ælupokar séu enn í baksætunum. Frekar sóðalegt þegar hávaxna menn, með hangandi haus eftir að hafa rekið hann í, langar að æla í allri ókyrðinni með engan ælupoka.
* Lægra verð væri gott.
Fyrir utan þessi atriði var ferðin í morgun fín.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.