miðvikudagur, 25. október 2006

Hér er fyrirbyggjandi færsla. Til að koma í veg fyrir langt svar ef fólk sem ég hef ekki hitt lengi spyr mig í persónu "hvar hefur þú haldið þig?"

Á eftirfarandi stöðum eyði ég mínum meðalsólarhring:

Heima 55% úr sólarhringnum.
Í vinnunni 31% úr sólarhringnum.
Í ræktinni 7% úr sólarhringnum.
Í bílnum 6% úr sólarhringnum.
Í verslun 1% úr sólarhringnum.

Ef þetta er eina spurningin sem þið viljið spyrja mig þá hef ég komið í veg fyrir mannleg samskipti með þessari færslu. Það er það eina góða sem ég hef gert í dag.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.