Ég var að átta mig á einu í kjölfar þess að Jónas, samstarfsmaður minn í teiknimyndastrípunum Arthúr, neitaði tillögu að breytingu á Arthúrsíðunni. Tillagan var á þann hátt að einkunnagjöfin á strípurnar yrði flokkuð niður eftir kyni, staðsetningu og aldri þeirra sem gefa einkunn, til að byrja með.
Uppgötvunin er að ég er alveg eins og Adolf Hitler, nema í stað þess að vilja stunda landvinninga, morð á gyðingum og almenn fjöldamorð þá vil ég flokka hvert einasta smáatriði í íslensku samfélagi niður í tölfræði af sama ákafa og sprelligosinn Hitler. Svo er ég líka grænmetisæta og á móti reykingum eins og hann.
Ef ég hef ekki gert það nú þegar þá lokar þessi færsla endanlega fyrir góðan árangur nokkurntíman í pólitík.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.