Hvað myndi ykkur finnast um að hver og einn væri skráður í ráðandi stjórnmálaflokk hvers tíma þegar hann fæddist? Eða í aðdáendaklúbb vinsælasta poppstyrnis hvers tíma (það væri þá Magni fyrir börn sem fæðast þessa dagana)? Eða jafnvel bara í skákklúbb íslands?
Hvað ef þessi klúbbur myndi fá umtalsvert fé frá ríkinu? Peninga sem þú værir búinn að vinna fyrir ríkið og greiða í skatta.
Segjum svo að þessi umræddi klúbbur eða stjórnmálaflokkur snérist ekki um neitt nema heilaþvott á ungbarnaárunum? Að hann snérist um að halda einhverju fram sem er rangt? Að heilaþvotturinn væri svo rosalegur að jafnvel á fullorðinsárum trúir fólk þessu ennþá og viðheldur þessu fyrirkomulagi?
Ég væri allavega ósáttur.
Sem betur fer er ég löngu búinn að skrá mig úr þjóðkirkjuruglinu. Þið getið það líka. Hér fyrir eldri en 16 ára. Hér fyrir yngri en 16 ára.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.