Af ótta við að hræða fólk frá því að lesa þessa færslu þá ætla ég ekki að taka fram að í henni felist tölfræði.
Fyrstu 27 ár ævi minnar fór ég í 4 matarboð. Það var aldrei auðvelt fyrir fólk að bjóða mömmu og pabba í matarboð með 5 krakka með sér. Því fór sem fór; 4 matarboð. Mér finnst það nokkuð góður árangur.
Síðan ég byrjaði með Soffíu fyrir 14 mánuðum síðan hefur mér verið boðið í 12 matarboð.
Fyrir tíð Soffíu fór ég í 4 matarboð á 27 árum sem gera tæplega 0,15 matarboð á ári.
Eftir að ég byrjaði með Soffíu hef ég farið í 12 matarboð á 14 mánuðum sem gera ca 10,29 matarboð á ári.
Þetta gerir aukningu á matarboðum um hvorki meira né minna en 6843% síðan ég byrjaði með Soffíu.
Þetta eitt og sér er stórmerkilegt. Það sem mér finnst hinsvegar merkilegra er að ef ég hefði farið í 10 matarboð á ári fyrir tíð Soffíu hefði mér, með þessari prósentuaukningu, verið boðið í 694 matarboð á ári eftir að hafa hafið samband með henni. Það gera 1,9 matarboð á dag.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.