föstudagur, 29. september 2006

Í bílasölublaði sá ég fyrir einhverju síðan að Peugeot 206, eins og ég á, var fyrir einhver einkennileg mistök flokkaður sem konubíll. Ég ákvað að framkvæma smá rannsókn á þessu og byrjaði að telja karlmenn sem ég hef séð í þessari gerð bíla.

Hingað til hef ég náð að telja 27 karlmenn á móti 25 konum.

Rannsóknin var framkvæmd í 25 bíltúrum þar sem leyft var að telja sama aðilann oftar en einu sinni. Leyfilegt var að telja undirritaðan með.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.