Nýlega fékk ég bólu á aðra kinnina. Mér fannst það slæmt aðallega vegna þess að andlitið á mér var ekki lengur symmetrískt. Ég ákvað því, til að laga vandamálið, að fara ekki í sturtu í talsverðan tíma.
Viti menn, í dag er ég með bólu á báðum kinnum, enninu, hökunni og nefinu. Ég hef aldrei verið jafn symmetrískur og lífið er gott.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.