mánudagur, 17. júlí 2006

Mér hefur tekist að finna nýja 'leiðinlegasta aðgerð í heimi' aðgerð. Áður var það að raka mig (enda hef ég bara rakað mig einu sinni síðan í byrjun júní) en að bóna bíl er það langleiðinlegasta sem ég hef nokkurntíman þurft að gera. Héðan í frá læt ég bónstöðvar sjá um þetta, sama hvað það kostar þar sem ég met geðheilsu mína meira en peninga.

Það er meira að segja svo leiðinlegt að bóna að núna er uppáhaldsaðgerðin mín að bóna ekki, sem þýðir að ég er alltaf í sjöunda himni, svo lengi sem ég er ekki að bóna bíl.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.