laugardagur, 25. mars 2006

Í morgun komst ég eins nálægt dauða og ég hef nokkurntíman kynnst hingað til þegar ég skreið undir upptjakkaðan bíl minn til þess eins að binda upp púst. Ein klaufaleg hreyfing, sem ég er heimsfrægur fyrir, og bíllinn hefði hrunið ofan á mig, kremjandi andlitið á mér sem myndi valda því að ég gæti ekki náð andanum og hefði látið lífið.

Eins og þessi færsla ber með sér fór betur en á horfðist. Og þó. Ég þurfti að greiða kr. 25.000 í viðgerð á pústkerfinu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.