Hér eru nokkur atriði í mínu lífi sem ég á mjög erfitt með að trúa:
* Eftir rúma tvo mánuði mun ég útskrifast sem viðskiptafræðingur. Mér finnst ekkert fræðingslegt við viðskiptakunnáttu mína.
* Arthúr myndasögurnar ganga betur en ég þorði að vona. Reyndar reiknaði ég aldrei með því að fleiri en ca 50 manns myndu skoða þetta daglega, í allra mesta lagi. Þennan mánuðinn hafa um 60.000 manns skoðað strípurnar, sem gera um 2.000 manns á dag. Fáránlegt.
* Soffía Sveins er kærastan mín. Ekki nóg með að hún heiti það sama og stelpan sem ég var ofsahrifinn af í menntaskóla heldur er hún einmitt sú manneskja! Álíka miklar líkur á þessu og að vinna í lottói.
* Tónlistarferill minn virðist ekki ætla að verða arðbær. Þegar ég nefni það þá fatta ég að ég hef steingleymt að læra á hljóðfæri og get ekkert sungið. En samt.
* Svala Björgvinsdóttir gat ekki fundið neitt betra nafn á nýjasta disk sinn, eftir að hafa gefið út diskinn með hörmungarnafninu 'the real me', en nafnið 'Bird of freedom'. Hvernig er hægt að vera svona ósmekklegur og ófrumlegur í vali á nafni?
* Ég er 27 ára gamall. Tuttugu og fokklings sjö ára! Mér líður samt eins og ég sé ca 15 ára andlega, en þó aðallega líkamlega.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.