Eftirfarandi gerðist í alvöru og sýnir fullkomlega hversu lélegt skammtímaminnið mitt er.
Um daginn fór ég í 10-11. Þegar ég gekk framhjá namminu hugsaði ég "hmm mig langar í súkkulaði. Aha! Vel mér Risahraun. Jömmí."
Í framhaldi af því tók ég mér risahraun og hélt áfram að hugsa: "Snjöll hugmynd; ég kaupi súkkulaði líka fyrir Soffíu, sem bíður heima fárveik. Hvað ætti ég að kaupa? Hey, ég ætla að kaupa mjólk".
Þá fór ég að kælinum og valdi mjólk af varkárni. Stuttu seinna gekk ég framhjá namminu og hugsaði: "Hmm mig langar í súkkulaði. Aha! Vel mér Risahraun. Jömmí."
Í framhaldi af því tók ég mér risahraun og hélt áfram að hugsa: "Snjöll hugmynd; ég kaupi súkkulaði líka fyrir Soffíu, sem bíður heima fárveik. Hvað ætti ég að kaupa? Hey, nýjir geisladiskar hér?"
Frá geisladiskunum fór ég svo í afgreiðsluna og borgaði fyrir mín tvö Risahraun. Svo þóttist ég bara hafað ætlað að kaupa Risahraun fyrir Soffíu. Svona er auðvelt að leyna ömurlegu minni mínu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.