Ég biðst velvirðingar til allra þeirra sem þekkja mig persónulega á því hversu pirraður ég er þessa dagana. Það er bara eitthvað við það að eiga að skila 60-80 blaðsíðna BS ritgerð á laugardaginn næsta og vera ekki byrjaður að skrifa hana, sem pirrar mig.
Ég er þó búinn með rannsóknina á bakvið hana að mestu. Síðustu vikur hafa farið í að verka hana. Verka hana og æla blóði af stressi auðvitað.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.