Svona er staðan:
* Skólinn er löngu byrjaður hjá mér og ég er að missa talsvert úr náminu.
* Ég þarf að komast til Reykjavíkur undir eins.
* Það er ófært yfir þetta viðbjóðslega land fyrir bifreiðar.
* Einokunarfyrirtækið Flugfélag Íslands selur flugfar á 12.000 krónur frá Egilsstöðum til Reykjavíkur.
* Ég er að missa vitið af pirringi.
Möguleikar og mögulegar afleiðingar:
a) Reyna að keyra þrátt fyrir spánna. Festast og drepast.
b) Fljúga og vera bíllaus í Reykjavíkinni. Fljúga svo stuttu síðar austur og ná í bílinn ef það verður einhverntíman aftur fært yfir landið. Lýsa yfir gjaldþroti eftir ævintýrið.
c) Bíða eftir að færðin lagist til getað komist á bílnum. Falla í öllu og útskrifast aldrei. Enda sem róni á Hlemmi, ef það verður einhverntíman fært aftur til Reykjavíkur.
d) Skrifa bloggfærslu um þessar hremmingar. Ekkert gerist.
Niðurstaða: d).
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.