mánudagur, 16. janúar 2006

Ég átti að byrja í skólanum á mánudaginn fyrir viku (9. janúar) en ákvað að fórna fyrstu vikunni fyrir vinnu og annað merkilegra en skóla.

Ég ætlaði svo að keyra af stað í gærmorgun en þá var allt orðið fullt af snjó, í fyrsta sinn í öllu jólafríinu.

Þá ætlaði ég að leggja af stað núna í morgun en þá er óveður á norðurlandinu og ófært á suðurlandinu.

Þá ætlaði ég að fljúga en þá er ekki flogið milli Egilsstaða og Reykjavíkur vegna veður.

Þannig að ég neyðist til að segja mig úr skólanum og vinna hérna á Egilsstöðum, amk þangað til veðrið verður skárra.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.