þriðjudagur, 3. janúar 2006

Í gær gaf allt til kynna að ég væri töffari. Hér eru nokkur dæmi:

* Ég var með hárið allt upp í loft.
* Ég var með tvær skrámur í andliti. Annars vegar þvert yfir aðra kinnina og hinsvegar á neðri vörinni.
* Það blæddi úr hendinni á mér.
* Ég snarhemlaði á bíl mínum án þess að vera að keyra á neitt og skapaði þannig mikinn hávaða.
* Ég blótaði hátt og snjallt svo margir heyrðu.
* Ég meig yfir útigangsmann Egilsstaða.

Hér eru þó ástæðurnar fyrir þessum töffarastælum:

* Ég fór að sofa án hárgels í hausnum og vaknaði of seint í vinnuna = hár upp í loft.
* Ég klóraði mig ekki einu sinni heldur tvisvar í framan með nögl, sem fékk að fjúka skömmu síðar.
* Við naglaklippingu klippti ég of nálægt húðinni = blæddi úr hendinni á mér.
* Bíllinn minn ákvað sjálfur að snarhemla á leið í vinnuna og telst hann núna bilaður og ógangfær. Ónýtir bremsuborðar að sögn sérfræðinga.
* Ég blótaði þegar ég komst að því að bíllinn var óökufær.
* Ég þurfti að pissa og mér er illa við útigangsmann Egilsstaða.

Þannig að það er rökrétt útskýring fyrir öllu. Það vita allir að ég er álíka töff og tepoki.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.