Hér er það helsta sem gerðist hjá mér á árinu 2005:
Janúar
* Fékk nýja úlpu. Oki bláu úlpunnar lokið.
* Missti disk í mötuneyti HR. Mjög vandræðalegt.
* Fékk tryllta ælupest sem entist í tvo og hálfan dag og kostaði mig 5 kg.
* Stofnaði gsmbloggsíðuna.
* Ritaði minn fyrsta pistil í Austurgluggann.
Febrúar
* Skipti yfir í Vodafone símafyrirtækið.
Mars
* Annar pistill fyrir Austurgluggann saminn og birtur.
* Hundleiðinlegur mánuður.
Apríl
* Kenndi fólki bjarna- og bolabreiðu fyrir próf í HR (minn fyrsti 'dæmatími')
* Pantaði mér ný gleraugu.
Maí
* Þriðji og síðasti pistill skrifaður fyrir Austurgluggann og birtur.
* Fór austur að vinna á Skattstofu Austurlands.
Júní
* Leigði með Esther Ösp á Egilsstöðum.
* Hóf lyftingar. Fyrst með Guggi og síðar með Soffíu.
* Hóf bandýspilun.
* Yfir 250 tímar unnir á skattstofunni.
* Keypti prótein og annað tengt fyrir kr. 17.000.
Júlí
* Eins dags frí á vinnubrjálæðinu. 42 vinnudagar í röð komnir.
* Keppti í austurlandsmóti í bandý. Lenti í öðru sæti með Soffíu og Karólínu í liði.
* Átti minn besta afmælisdag hingað til.
Ágúst
* Eignaðist kærustu og það enga venjulega; Soffíu Sveins.
* Stofnaði Arthúr myndasögurnar með Jónasi.
* Fór í ferð um landið með Soffíu og Sigrúnu Önnu.
* Verslaði mér nýja myndavél.
* Verslaði mér lénið rassgat.org
* Yfirgaf austurlandið fyrir Reykjavík, 8 kílóum þyngri og nánast skuldlaus.
* Keyrði í fyrsta sinn í Reykjavík á vínrauðu þrumunni.
September (Nördamánuðurinn)
* Stofnaði nýja myndasíðu.
* Stofnaði nýtt spjallborð.
* Stofnaði nýja fjórfarasíðu.
* Skráði mig í skákklúbb HR.
* Grein um okkur Jónas birtist í DV, vegna Arthúrs.
* Skipti yfir í símafyrirtækið Síminn hvað gsm þjónustu varðar.
* Keppti með UÍA á Íslandsmeistaramótinu í Bandý. Við lentum í 4. sæti.
* Ritaði smá sprell pistil um launajafnrétti kynjanna við góðar undirtektir kvenna.
Október
* Styrmir bróðir eignast sitt annað barn með Lourdes, konu sinni.
* Opnaði tónlistarsíðu með Garðari. Þarfnast uppfæringar.
* Lært!
Nóvember
* Fór á White Stripes tónleika með Soffíu. Bestu tónleikar sem ég hef farið á.
* Ég, ásamt ca 45 öðrum, hélt ráðstefnu í HR með góðum árangri.
* Endanlegur tvífari minn finnst.
* Byrjaði að keppa í utandeild Breiðabliks í körfubolta með Forsetanum, liði Álftarnes.
Desember
* Keypti mitt fyrsta belti. Eitthvað sem ég hef þurft í, á að giska, 94 milljónir sekúnda.
* Fór austur á land. Vann á skattstofunni í fríinu.
* Fékk mína hæstu meðaleinkunn; 8,8 fyrir önnina.
* Átti mín bestu jól frá upphafi fyrir tilstilli Soffíu.
Í grófum dráttum;
Ég hef aldrei...
...unnið jafn mikið á jafn stuttum tíma og í sumar.
...lyft jafn mikið af lóðum.
...verið jafn upptekinn á einu ári.
...verið tekinn jafn oft af lögreglunni fyrir of hraðan akstur.
...verið jafn gamall og ég er núna.
...fengið jafn háa meðaleinkunn.
...áður verið fullkomlega ánægður með lífið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.