Í ljósi jólafrís, sem felur í sér 8 tíma vinnudag á skattstofunni og daglegar lyftingar auk þess sem ég er að einbeita mér að öðru mikilvægara, hef ég ákveðið að notast við sérstök neyðarlög Veftímaritsins en þau fela í sér, á meðan lögunum er beitt;
* Að ég skrifa aðeins eina færslu á dag í stað tveggja.
* Færslur sem rata hingað þurfa ekki að vera fyndnar eða áhugaverðar.
* Lesendur síðunnar hafa engin mannréttindi lengur.
* Skjóta fyrst, spyrja seinna eða aldrei.
* Þeir sem ekki samþykkja þessi lög eru föðurlandssvikarar og skulu þeir fordæmdir af samfélaginu.
Talið er að þessi lög verði ekki lengur við lýði um miðjan janúar. Því miður.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.