laugardagur, 26. nóvember 2005

Síðustu níu vikur hefur meintur fjörfiskur verið að drepa mig andlega með því að láta svæði nálægt vinstra auganu skjálfa og nötra. Nú er svo komið að ég er farinn að efast um þetta sé fjörfiskur. Fjörfiskar endast sjaldnast lengur en einn dag, hvað þá 63.

Ef ekki er um fjörfisk að ræða þá hlýtur þetta að vera eitthvað annað. Ég hef því dregið saman nokkra möguleika:

* Allur kvíði líkamans safnast saman á einu svæði núna; við vinstra augað.
* Ég er 0,02% flogaveikur, bara við vinstra augað.
* Einhver padda hefur verpt eggjum í svæði nálægt vinstra auganu sem klákust út fyrir 9 vikum.
* Svæðið við vinstra augað skelfur ekki. Allt annað á líkama mínum skelfur auk alls heimsins.

Svo gæti ég auðvitað líka bara skroppið til læknis og látið athuga þetta.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.