laugardagur, 26. nóvember 2005

Öðrum leik liðs míns í utandeild Breiðabliks er lokið. Lið mitt, Forsetinn, lék gegn Moppunni í Smáranum í gærkvöldi klukkan 21:00. Eins og áður segir er leikurinn aðeins 2x16 mínútur með engu stoppi, nema síðustu 3 mínútur seinni hálfleiks sem útskýrir lágt stigaskor vonandi. Við töpuðum leiknum 34-32 enda hefur liðið aldrei leikið jafn illa.

Allavega, nóg um smáatriðin. Aðalatriðið er auðvitað að ég var stigahæstur í leiknum með 10 stig eða 31,25% stiga liðsins. Ég held ég geti lofað því að þetta muni aldrei gerast aftur. Hér er tölfræðin mín ásamt heildartölfræðinni:



* Gærkvöldið er grálitað.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.