Mér bauðst í dag að mæta undir eins í munnlegt próf í stjórnun starfsframa til að spara kennaranum tíma, þegar ég átti í raun að fara í prófið einhverntíman á morgun. Ég samþykkti, las fyrir prófið í ca 30 sekúndur og mætti svo galvaskur. Það gekk ágætlega miðað við undirbúning.
Núna þarf ég að klára að skrifa 20 blaðsíðna tölfræðiskýrslu á næsta sólhringi um rannsókn sem ég hef ekki lokið fyllilega. Fyrst þurfti ég samt að tefla við Óla og skrifa þessa færslu.
Eftir að þessari skýrslu verður lokið hef ég sólarhring til að læra fyrir lokaprófið í viðskiptalögfræðinni en ég hef ekki haft tíma til að mæta í einn einasta lögfræðitíma í ca 6 vikur núna.
Það er ekki laust við að ég sé með snert af kæruleysi á versta tíma.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.