fimmtudagur, 3. nóvember 2005

Ostertag hefur aldrei skilið körfubolta almennilega.
NBA tímabilið er hafið enn eina ferðina. Eins og myndin hér að ofan gefur til kynna er risinn Greg Ostertag kominn aftur til Utah Jazz (mitt lið) eftir eins árs fjarveru.

Allavega; Utah Jazz unnu í nótt og standa þá leikar þannig:
Unnir leikir: 1
Tapaðir leikir: 0

Ef Jazz halda áfram á þessari braut munu þeir sigra 82 leiki á tímabilinu og tapa engum, sem yrði nýtt met í NBA deildinni. Ég er vægast sagt orðinn spenntur fyrir tímabilinu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.