föstudagur, 4. nóvember 2005

Alltaf þegar ég panta miða á tónleika með snilldarbandinu White Stripes verð ég mjög spenntur.

Alltaf þegar ég verð mjög spenntur smellur eitthvað í hausnum á mér.

Alltaf þegar eitthvað smellur í hausnum á mér þá fæ ég óminni (blackout).

Alltaf þegar ég ranka við mér er ég nakinn á opinberum stöðum.

Alltaf þegar ég nakinn á opinberum stöðum verð ég að blogga.

Og það vill svo skemmtilega til að ég var að kaupa miða á tónleika White stripes í Laugardalshöllinni þann 20. nóvember næstkomandi með ótrúlegum afleiðingum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.