mánudagur, 14. nóvember 2005

Lífið er ekki alltaf eins og maður heldur. Hér eru nokkur dæmi um misskilning hjá mér:

* Ég er búinn að vera að kvarta undan bakverki undanfarið. Í sturtu í nótt komst ég svo að því að þetta er ekki bakverkur heldur bóla sem er farin að hafa áhrif á jafnvægisskyn mitt.

* Ég hef staðið í þeirri meiningu að ég sé á kraftmesta bíl landsins þar sem ég spóla alltaf af stað og lengri leiðir. Nýlega var mér svo tjáð að þetta væri ekki spóluískur heldur væri einhver reim í vélinni laus. Ég fór á risabömmer við þessar fréttir.

* Um daginn keypti ég mér, að ég hélt, baunasalatssamloku. Þegar ég beit í hana reyndist þetta vera túnfisksamloka en ég myndi frekar borða andlitið á mér en túnfisk.

* Ég hélt að það væri ekkert mál að halda athygli yfir náminu og sleppa því að skrifa bloggfærslu fyrri hluta dags en það reyndist mjög erfitt, jafnvel ómögulegt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.