sunnudagur, 13. nóvember 2005

Það hafa liðið vikur og dagar síðan ég skrifaði mannsæmandi bloggfærslu hérna sem ýmist er áhugaverð eða ekki hrútleiðinleg. Örsökin var ókunn þangað til í dag þegar ég loksins áttaði mig. Þetta útskýrist allt með mynd:



Áhrif hamingju vefsíðustjóra á skemmtanagildi vefsíðunnar.

Þessi mynd, sem unnin er í samráði við sænska vísindamenn, segir okkur eftirfarandi:

* Með aukinni hamingju undirritaðs verður þessi síða leiðinlegri.
* Með leiðinlegri færslum eykst hatur lesenda í garð undirritaðs.
* Undirritaður notar Excel og er ótrúlega smekklegur í litavali.

Hamingjustig mitt er í 90% eins og sést á myndinni. Þetta leiðir af sér að skemmtanagildi þessarar síðu er komin niður fyrir 0 og hatur lesenda nálgast alhatur* svokallað.

Ég biðst hérmeð afsökunnar á hamingju minni.

* Alhatur er það sama og Alkul**, nema bara batur í staðinn fyrir hitastig og nær bara upp í 10 stig.
** Alkul = -273,15°C.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.