miðvikudagur, 30. nóvember 2005

Það er komið að skyndiprófi. Í þetta sinn er það raunhæft dæmi úr mínu daglega lífi.

Á hádegi í dag varð ég vitni að mjög skrautlegri framkomu. Manneskja setti 100 krónur í sjálfsala í troðfullum matsalnum og bað um diet kók. Þegar ekkert gerðist hóf hún að sparka og lemja í sjálfsalann ásamt því að blóta mjög hátt og snjallt svo glumdi í salnum og vakti það mikla athygli. Þetta gerði hún í þrjár mínútur eða þangað til sjálfsalinn henti peningnum til baka þar sem um stíflu var að ræða í sjálfsalanum.

Þá tók hún sig til og setti peninginn aftur í sjálfsalann og við tók endurtekning á ferlinu. Þegar hún svo ætlaði að setja pening í kassann í þriðja sinn kom þar manneskja að og sagði henni að um bilaðan kassa væri að ræða. Þá hætti hún og verslaði gos í mötuneytinu, við hliðina á sjálfsalanum

Nú kemur prófið; hvaða gerð af manneskju var þetta?
a. Ungur piltur
b. Ung stúlka
c. Miðaldra tussa
d. Halim Al

Á hvað mat manneskjan sjálfsvirðingu sína?
a. 100.000 dollara
b. 100 krónur
c. Tvær sultukrukkur
d. 124.500 krónur fyrir vsk.

Ég held að allir fái tíu á þessu prófi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.