Sökum skólaanna hef ég ekki getað gert eftirfarandi síðustu vikur:
* Horft á Sin City sem ég keypti mér nýlega á DVD.
* Horft á Love actually sem frænka mín keypti nýlega. Ok, ég keypti hana.
* Klárað Contact (bókina) eftir Carl Sagan.
* Lesið Heavier than heaven bókina um Kurt Cobain sem nýlega komst í vörslu mína.
* Sótt um húsaleigubætur og allt sem þeim tengist en fresturinn er margútrunninn.
* Sótt um fyrirframgreiddan persónuafslátt þar sem ég er fjárþurfi.
* Farið nógu oft í ræktina.
* Hitt fólk.
Ef það bætast við tvö atriði þá segi ég mig úr skóla og fer að einbeita mér að þessum lista.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.