fimmtudagur, 6. október 2005

Í morgun var ég aðeins 10 mínútur að keyra í skólann og komst þá frá því að vakna og í kennslustund á 15 mínútum alls. Þetta er heimsmet í að vera snar í snúningum eftir því sem ég best veit og annað heimsmetið í röð sem ég bæti. Fyrra heimsmetið má sjá í síðustu færslu.

Næst stefni ég á að bæta heimsmet í sofna ekkert í kennslustundum sem ég er kominn vel á veg með þar sem ég hef ekki sofnað í tímum í tvær vikur núna. Sennilega af því ég hef ekkert mætt vegna prófa.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.