laugardagur, 8. október 2005

Hér er gjaldfrjáls ráðlegging fyrir alla þá sem hafa hugsað sér að fara niður í miðbæ Reykjavíkur á bíl til að fara í eitthvað fyrirtækið: Ekki! Ástæðan er einföld; til að fara í fyrirtækið þarftu að fara úr bílnum og það eru ekki til laus bílastæði niðri í bæ.

Hér er önnur gjaldfrjáls ráðlegging. Í þetta sinn fyrir skipuleggjanda Reykjavíkur; gefið fólki 101 svæðisins ca klukkutíma til að taka allt sitt drasl og yfirgefa svæðið áður en þið valtið yfir það og byrjið upp á nýtt. Þið gætuð t.d. sett nokkur bílastæði, breiðari götur, hagkvæmari húsnæði og svona mætti lengi telja. Þetta mun borga sig til lengri tíma litið.

Það var ekkert.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.