þriðjudagur, 4. október 2005

Nýlega frétti ég af því að það eigi að selja aðgang að NBA TV stöð sem yrði þá hluti af Digital Ísland dótinu. NBA TV mun sýna 170 beinar útsendingar frá NBA deildinni í vetur sem eitt og sér fékk mig til að fá flogakast af hamingju. Ég sendi því fyrirspurn til Digital Ísland. Niðurstaðan er sérstök:

Til að geta horft á NBA TV þarf ég að fá digital myndlykil.
Til að fá myndlykilinn þarf ég að vera í M12.
Til að vera í M12 þarf ég að gera 12 mánaða samning við Digital Ísland.
Til að geta notað myndlykilinn þarf ég örbylgjuloftnet.
Til að fá örbylgjuloftnet þarf ég að greiða kr. 750 (vel sloppið) og láta setja það upp (kr. ?.???).
Til að fá NBA TV í áskrift þarf ég að fá mér sportspakkann (sem innifelur níu stöðvar í viðbót, sem ég hef engan áhuga á).

Einfalt og þægilegt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.