Góðmennska/heimska mín á sér engin takmörk. Ef hún á sér takmörk þá þekki ég þau ekki.
Í dag snéri ég aftur í mötuneyti HR og bauðst til að greiða máltíð sem ég hafði valið mér og gengið óvart í burtu með með samþykki afgreiðsludömunnar, án þess greiða fyrir hana. Ekki nóg með það heldur leiðrétti ég upphæðina sem hún rukkaði mig um, bætti kr. 100 við, þar sem ég hafði einnig fengið mér kók.
Næst stefni ég á að láta skattstjóra vita af allri svartri starfsemi minni öll mín unglingsár (ath. ég ber við spéi ef þetta er notað gegn mér) og borga stöðumælasektirnar.
Mér býður við góðu uppeldi mínu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.