laugardagur, 8. október 2005

Það er komið að því. Ég ætla að vera væminn í fyrsta sinn opinberlega. Þetta skref er tekið til að virðast meira mannlegur.

Bíllinn minn er að standa sig eins og hetja í Reykjavíkinni. Síðustu ár hef ég ýmist tekið strætó eða gengið en í ár kom ég á mínum 18 ára gamla Mitsubichi Lancer og eftir ca 7 vikur í bænum er hann enn í heilu lagi. Ekkert fleira hefur brotnað af honum og engin bilun, fyrir utan bremsuklossa sem kláruðust.

Ég held ég gæti aldrei verið án hans.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.