mánudagur, 17. október 2005

Ég hef uppfært kröfur mínar til kvenfólks sem mér finnst girnilegt.

Áður voru kröfur mínar eftirfarandi:

* Kvenkyns.
* Mennsk.
* Með hjartslátt.

Þessar kröfur voru of miklar greinilega þar sem árangurinn var vægast sagt slappur. Þar sem ég gat ekki minnkað þær ákvað ég að auka þær talsvert. Núna eru kröfur mínar þær að kvenmaðurinn verður að vera...

* kvenkyns mannvera með hjartslátt.
* reyklaus.
* ljóshærð.
* með blá augu.
* fyndin, skemmtileg og góð.
* gullfalleg.
* eiga skemmtilega fjölskyldu.
* vera einu ári yngri en ég.
* finnast seven góð mynd.
* í íþróttaháskóla.
* frá Egilsstöðum.
* vera íþróttasjúk.
* með gráðu í íslensku við HÍ.
* fædd 19. júní.
* eiga hvítan bíl og kalla hann Hannibal.

Ég vona að þetta gangi betur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.