Ég er í tölfræðiáfanga þar sem ég þarf að gera lokaverkefni sem felur í sér rannsókn. Í morgun fékk ég smjörþefinn af því sem aðrir eru að gera þegar fyrri hluti hópsins hélt kynningu á rannsóknum sínum. Hér eru nokkur dæmi:
* Áhrif olíuverðs á hlutabréfaverð víðsvegar.
* Fylgni einkunna og heimalærdóms.
* Áhrif ölmusugjafar á hagnaðartölur viðskiptafyrirtækja.
Og fleira viðskiptalegs eðlis.
Ég mun svo halda kynningu á fimmtudaginn á mínu verkefni sem er, vægast sagt, út úr kú:
* Áhrif kynþáttar, samningslengdar, gengi liðs og flr. á tölfræði leikmanna í NBA.
Ég er að hugsa um að mæta í trúðsbúningi til að draga athyglina frá því hversu ekkert tengt viðskiptum eða viðskiptafræði þetta er. Fínt væri að fá sjálfboðaliða með mér í þetta þar sem það er neikvæð fylgni milli fjölda trúða í fyrirlestri og fjölda skamma fyrir lélegt efni fyrirlestursins (þeas, því fleiri trúðar, því minni skammir og öfugt).
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.