Frá og með núinu hef ég hafið sjöundu síðuna mína. Í þetta sinn er það tónlistarsíða í samstarfi við Garðar Eyjólfsson, grafískan meistara. Hér er þá listi yfir síðurnar í minni eigu:
Arthúr
Teiknimyndasögur í samstarfi með Jónasi Reyni. Hann semur og teiknar. Ég sem og sé að einhverju leyti um útlit síðunnar. Jónas á mest í þessari.
Við rætur hugans
Þessi síða. Dagbókarskrif mín. Virkasta síðan.
Fjórfarar
Set inn fjórfara hér þegar ég hef tíma eða hugmyndir. Ágætis safn fjórfara.
GSMbloggið
Útrunnin síða sem ég fer að loka bráðum. Fínt að skoða gamlar myndir þarna samt.
Albúmið
Myndasíðan. Þessi mun stækka eitthvað í framtíðinni ef ég fer einhverntíman aftur í partí með myndavélina.
Spjallborðið
Þessi er eiginlega fyrir alla að sjá um. Ég hef þó umsjón með henni, amk til að byrja með.
Og nú:
Tónlistarsíðan
Síða sem við Garðar Eyjólfs sjáum um. Þarna er og verður hægt að hlusta á tónlist sem er í uppáhaldi hjá okkur ásamt því að fá ábendingar frá okkur um góðar plötur. Djöfull eruð þið heppin. Sennilega besta síða alheimsins. (Smellið á listann hægra megin til að heyra tónlist).
Shit. Ég var að átta mig á því hversu mikill nörd ég er.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.