Í gær kynnti ég til leiks tónlistarsíðu okkar Garðars en setti rangan hlekk í færsluna. Hér er réttur hlekkur.
Þangað til ég læri að setja inn greinar á þessa síðu birti ég útskýringu á lagavalinu mínu sem er að finna á síðunni:
1. Turin Brakes - Pain Killer
Langt frá því að vera besta lag þessa dúetts en það er fyndið ef þið hlustið á textann. Ég veit ekki betur en að textinn fjalli um munnmök; "Summer rain, dripping down your face again".
2. The Chemical Brothers - Music Response
Chemical brothers bregst ekki bogalistin frekar en vanalega. Þetta er óvenjulegt lag eins og þið heyrið og magnað að hlaupa við finnst mér.
3. The White Stripes - Red Rain
Að mínu mati besta lagið á nýju plötu þeirra; Get behind me satan sem er annars ótrúlega góð. Lagið fjallar um mann sem kemst að framhjáhaldi kellu sinnar, drepur viðhaldið eina nóttina og kemur svo fyrir utan gluggann hennar og syngur um það í rigningunni.
4. Kasabian - Cutt Off
Eitt besta lag plötu Kasabian sem sló óvænt í gegn fyrr á þessu ári. Fær mig til að sveflast um, rétt eins og í litlu flogakasti.
5. Nick Cave - Brompton Oratory
Það má ekki gleyma að hafa Nick Cave á listanum. Eitt fallegasta lag sem samið hefur verið, nokkurntíman. Af plötunni Boatmans Call.
Farið nú inn á tónlistarsíðuna og hlustið ókeypis. ATH. Þið getið ekki niðurhalað þessum lögum á síðunni, bara hlustað.
Þessum lista verður svo skipt út fyrir 5 ný lög einhverntíman fljótlega.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.