fimmtudagur, 20. október 2005

Ef marka má viðbrögð líkama míns við að tala fyrir framan fjölmenni má draga eftirfarandi ályktun:

Númer fyrirlesturs sem er haldinn af mér / viðbrögð líkama míns.

1 = Roði í andliti, svitamyndun víðsvegar, óreglulegur hjartsláttur, sorti fyrir augum og uppgangur.

2 = Skjálfti í höndum, fótum og öðrum útlimum, blóðflæði úr augum og eyrum, varanlegur heilaskaði og flogaköst.

3 = Líkami minn springur í loft upp.

Og það vill svo skemmtilega til að ég mun halda þrjá fyrirlestra næstu vikuna, sá fyrsti á eftir. Þetta gerir manni bara gott.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.