sunnudagur, 9. október 2005

Það reyndi virkilega á ást mína á Lancernum mínum (sjá síðustu færslu) í dag þegar enskumælandi túristi bauðst til að kaupa hann af mér á meðan ég dældi á hann bensíni.

Hann bauð kr. 15.000 þegar ég sagði að hann væri ca kr. 5.000 virði. Túristinn hækkaði boðið í kr. 20.000 þegar ég sagðist ekki vera til í að selja hann fyrir tuttugufalt virði hans. Ég þverneitaði ítrekað. Hann reyndi að fá mig af þessari skoðun en fattaði loksins hversu alvara mér var þegar ég var kominn úr öllum fötunum og byrjaður að faðma bílinn minn og kyssa, hágrátandi.

Ég er búinn að jafna mig núna en finn þó ekki annan sokkinn minn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.