sunnudagur, 23. október 2005

Í dag átti ég samtal við Styrmi bróðir sem býr í Svíþjóð. Það sem gerir þetta samtal sérstakt var að ég talaði við hann í gegnum tölvuna (hann talaði, ég skrifaði þar sem ég á ekki hljóðnema) um leið og ég sá hann á skjánum, hreyfast eins og hann sæti á móti mér með nýjasta barnið sitt steinsofandi.

Ég man að ég sá eitthvað svipað atriði í bíómynd fyrir ca 20 árum og hélt að þetta myndi aldrei gerast, hvað þá að ég myndi eiga svona samtal. Að hugsa með sér. Ég hélt að framtíðin myndi ekki koma svona fljótt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.