sunnudagur, 23. október 2005

Detroitíski rokkdúettinn The White Stripes halda tónleika hérlendis 20. nóvember næstkomandi. Þetta táknar eftirfarandi fyrir mig:

* Tónleikarnir eru á prófatíma = ég mun falla á einhverju prófi í ár.
* Mig vantar styrktaraðila til að mæta á tónleikana.
* Ég finn hvergi buxurnar mínar eftir geðshræringuna sem greip um sig við að fá þessar fréttir í gær, sem einnig útskýrir bloggleysið.

Spurning um að fjölmenna á þetta dansiball.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.